Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10444 svör fundust

Hvort eiga að vera eitt eða tvö bil á eftir punkti í texta?

Í Stafsetningarorðabókinni frá 2006 eru birtar ritreglur sem byggðar eru á auglýsingum menntamálaráðuneytisins, síðast 1977. Þar er sérstakur kafli um punkt (XV) en ekki er tekið þar á því atriði sem spurt var um. Í bókinni sjálfri sést að aðeins eitt stafbil er haft á eftir punkti og er almennt mælt með þeirri ve...

Nánar

Hvernig öðlast maður einkaleyfi á hugmyndum?

Ekki er hægt að fá einkaleyfi fyrir hugmynd sem slíkri. Hins vegar er hægt að fá einkaleyfi fyrir uppfinningu. Almennt er hægt að fá einkaleyfi fyrir öllum uppfinningum sem hagnýta má í atvinnulífi en einungis er veitt einkaleyfi fyrir uppfinningum sem eru nýjar með tilliti til þess sem þekkt er fyrir umsóknardag....

Nánar

Af hverju verður maður latur?

Lati-Geir á lækjarbakka lá þar til hann dó. Vildi ekki vatnið smakka var hann þyrstur þó.Frá því löngu áður en Lati-Geir lá á sínum lækjarbakka hafa menn gert gys að letingjum. Jafnframt velta menn fyrir sér hvað valdi því að þessi eða hinn sé latur, hvers vegna unga fólkið sé svona latt og svo fram eftir götun...

Nánar

Hvaða bílar eru hraðskreiðustu bílar heims, fyrir utan formúlubíla?

Hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll síðastliðin tíu ár mun vera McLaren F1 sem sést hér að neðan. Vissulega má þó deila um hvað telst vera fjöldaframleiðsla, en einungis 100 bílar af þessari gerð voru framleiddir frá 1992 til 1998 þegar framleiðslu þeirra var hætt. Bíllinn er með 12 strokka og 627 hestafla...

Nánar

Hver er vinnutími Indverja?

Svonefnd verksmiðjulög á Indlandi sem að stofninum til eru frá árinu 1948 en endurskoðuð 1987, kveða á um 48 stunda vinnuviku hjá fullorðnum. Þeir sem stunda skrifstofuvinna vinna að jafnaði 35-40 stunda vinnuviku. Samkvæmt verksmiðjulögunum skal vinnutími takmarkast við 9 stundir á degi hverjum og að jafnaði e...

Nánar

Hver er þessi hvippur og hvappur sem menn fara stundum út um?

Orðið hvippur merkir ‘duttlungur, einkennilegt uppátæki’ í orðasambandinu úti um hvippinn og hvappinn. Það er skylt lýsingarorðinu hvippinn ‘fælinn, viðbrigðinn’ og hvorugkynsorðinu hvippi ‘smálaut, grösugur engjablettur’. Orðið hvappur merkir ‘lægð, dalverpi’. Það er notað með hvippur í sambandinu úti um hvippin...

Nánar

Hvaðan er orðið skötuhjú komið?

Elsta dæmi um orðið skötuhjú í Ritmálsskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er frá árinu 1898. Dæmið er úr tímaritinu Fjallkonunni og þar segir: "karl og kerling, einhver ljótustu skötuhjú, sem ég hefi séð á ævi minni." Önnur dæmi í Ritmálsskránni benda til þess að skötuhjú hafi í fyrstu aðeins ver...

Nánar

Af hverju er talað um að vera í sjöunda himni en ekki þeim áttunda?

Orðasambandið að vera í sjöunda himni ‛vera afar glaður’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Þótt hugmyndin um sjö himna sé mjög gömul virðist þetta fasta orðasamband hafa borist hingað um það leyti, sennilega frá Danmörku, það er at være i den syvende himmel. Danir hafa líklegast f...

Nánar

Hvert fara langreyðar sem eru við Ísland á sumrin á veturna?

Langreyður (Balaenoptera physalus) telst vera algengust stórhvela hér við land. Hún heldur sig á djúpslóð eins og aðrir risavaxnir reyðahvalir og kann best við sig í kaldtempruðum sjó á sumrin. Langreyðurin er fardýr líkt og flestir aðrir hvalir hér við land. Hún kemur hingað snemma á vorin og fer seint á haus...

Nánar

Ef einhver strákur er leiðinlegur, hvað á ég þá að gera?

Sálfræði hefur leitt til þekkingar sem hægt er að nýta til að reyna að leysa það vandamál sem þú spyrð um. B.F. Skinner var upphafsmaður ákveðnar tilraunahefðar sem kallast atferlisgreining. Sú tilraunahefð hefur leitt til skilgreiningar á námslögmálum eða atferlislögmálum sem hafa gagnast við að leysa ýmis vandam...

Nánar

Hvað er gullinsnið?

Nokkrar spurningar hafa borist um gullinsnið: Hvað er "Gullna sniðið"? (Róbert og María). Hvað er gullinsnið, til hvers er það notað, hver fann það upp og hvers vegna eru ýmis líffæri í mannslíkamanum í sömu hlutföllum og það? (Súsanna). Gullinsnið er hlutfall, nánar tiltekið hlutfallið \[\left(\frac{1}{2}+...

Nánar

Fleiri niðurstöður